Framsókn

Þorsteinn Bergsson leiðir Sósíalistaflokkinn

Þorsteinn Bergsson leiðir Sósíalistaflokkinn

Þorsteinn Bergsson, rithöfundur og þýðandi, hefur verið samþykktur sem oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér í gærkvöldi. Þar segir eftirfarandi um Þorstein:

„Hann er vinstrimaður af öllu hjarta og eignarhald á landi og fyrirtækjum sem telja má til nauðsynlegra innviða er honum hugleikið. Hann telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi hraustlega inn í húsnæðismál og tryggja fólki aðgang að leiguhúsnæði á mannsæmandi kjörum. Fjármálakerfinu þarf að gera ljóst að það á að styðja við fjölskyldur og fyrirtæki í landinu en ekki sjúga úr þeim þróttinn.“ 

Tíu flokkar hafa nú gefið út hver verði oddviti þeirra í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Sex flokkar hafa gefið út framboðslista í kjördæminu í heild sinni. Þeir flokkar sem hvorki hafa greint frá heildarlista né oddvita eru Græningjar og Ábyrg framtíð.

Píratar, Flokkur fólksins, Sósíalistaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn hafa gefið út efsta sætið á sætin á sínum framboðslistum í kjördæminu. Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Miðflokkurinn hafa gefið út framboðslista í Norðausturkjördæmi í heild sinni.

VG

UMMÆLI

Sambíó