Gunnar, Helga og Bergvin leiða lista Lýðræðisflokksins í NorðausturkjördæmiGunnar Viðar Þórarinsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Ljósmynd fengin af vef Austurfréttar, sem greindi fyrst frá.

Gunnar, Helga og Bergvin leiða lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri á Reyðarfirði, verður efstur á lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Annað sæti listans skipar Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari og sjúkraliði á Akureyri. Í þriðja sæti er síðan Bergvin Bessason, blikksmiður á Akureyri.

Þetta kemur fram í tilkynnningu sem Lýðræðisflokkurinn gaf út á YouTube síðu sinni í gærkvöldi og deildi inn á Facebook síðu sína í morgun. Í tilkynningunni greinir Arnar Þór Jónsson, lögmaður, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Lýðræðisflokksins, frá efstu þrem sætunum á lista flokksins í hverju kjördæmi, en flokkurinn býður fram í öllum sex kjördæmum. Hægt er að horfa á tilkynninguna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI