Þemadagar fóru fram í Giljaskóla á Akureyri dagana 17. og 18. október. Réttindaráð Giljaskóla ákvað að þemað í ár yrði „göldrum fram góðmennsku“ með Harry Potter ívafi.
Allir árgangar skólans unnu saman á 16 stöðvum víðs vegar um skólann að fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Í dag var svo foreldrum boðið að koma og skoða vel skreyttan skólann.
Áberandi var hversu vel góðmennskan og gleðin skein úr hverju andliti bæði hjá nemendum og starfsfólki skólans.
UMMÆLI