Eldri nemendur settu upp leiktæki fyrir þá yngriLjósmynd: Hrafnagilsskóli

Eldri nemendur settu upp leiktæki fyrir þá yngri

Nemendur í 7. bekk Hrafnagilsskóla, undir leiðsögn smíðakennara síns Rebekku Kühnis, hafa lokið við verkefni sem byrjaði á síðasta skólaári. Þá hófu nemendur sem þá vou í 7. bekk verkefnið með því að leita hugmynda að nýjum útileiktækjum fyrir yngri nemendur. Síðastliðinn þriðjudag náði verkefnið svo hápunkti þegar leiktækin voru sett upp á skólalóðinni. Þetta segir á heimasíðu Hrafnagilsskóla.

Nemendur fengu tækifæri til að vinna með stærri verkfæri á við stingsög og bandsög, undir eftirliti Rebekku. Þeir tóku þátt í öllum þáttum verkefnisins allt frá hönnun til loka verksins sem fól í sér að saga, bora, mála og setja saman leiktækin. Leiktækin, sem eru að miklu leyti gerð úr endurnýttum dekkjum, endurspegla bæði sköpunargáfu og sjálfbærni.

Yngstu nemendurnir, sem höfðu beðið spenntir eftir leiktækjunum, voru mjög ánægðir með útkomuna og var strax mikil ásókn í þau. Meðal þeirra eru hestur úr dekkjum, skemmtilegt farartæki og mörgæs sem er skotskífa fyrir boltaleiki. Á myndunum hér að neðan má sjá þessi skemmtilegu leiktæki. Myndirnar eru fengnar af heimasíðu Hrafnagilsskóla.

UMMÆLI