Listasafnið gjörningahátíð

Vongóð um að farsæl lausn finnist fyrir Grímeyinga

Vongóð um að farsæl lausn finnist fyrir Grímeyinga

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, fundaði í dag með Höllu Björk Reynisdóttur, forseta bæjarstjórnar, Ingibjörgu Isaksen, alþingismanni og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra um málefni Grímseyjar.

„Á fundinum kom fram mikill vilji til þess að leysa þá stöðu sem upp er kominn í Grímsey,“ skrifar Ásthildur í færslu á Facebook en óánægja ríkir meðal Grímseyinga eftir að ríkið og Byggðastofnun neituðu að veita undanþágu frá vinnsluskyldu tengda útgerðum í eyjunni. Í kjölfarið hafa fjórar fjölskyldur sett hús sín á sölu og margir íbúar íhuga að flytja burt, þar sem forsendur til áframhaldandi búsetu virðast brostnar.

Ásthildur segir að Matvælaráðuneytið, í samráði við önnur ráðuneyti, muni skoða málið frekar í kjölfar fundsins í dag. „Ég er vongóð um að farsæl lausn finnist fyrir Grímseyinga sem allra allra fyrst.“

Sjá einnig: Margir Grímseyingar hyggjast flytja á brott

Sambíó

UMMÆLI