Félagið KLAK – Icelandic Startups er í kynningarferð um landið eins og er og heldur kynningarfundi á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 2. október. Kynningarfundur um viðskiptahraðalinn Startup Tourism verður haldinn kl. 12:00 á morgun á Berjaya hótelinu en kynningarfundur um frumkvöðlakepnnina Gulleggið á Strikinu kl. 17:00.
KLAK er óhagnaðardrifið félag í eigu HÍ, HR, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Félagið setur upp viðskiptahraðla, vinnusmiðjur og fleira með það að markmiði að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla hér á landi og fjölga sprotafyrirtækjum. Markmið ferðarinnar sem nú stendur yfir er að kynna starfsemi KLAK með sérstakri áherslu á frumkvöðlakepnnina Gulleggið og viðskiptahraðalinn Startup Tourism sem hefur verið endurvakinn eftir 5 ára dvala. Verkefnastjórar KLAK, Kolfinna Kristínardóttir, Jenna Björk Guðmundsdóttir og Ísey Dísa Hávarsdóttir halda viðburðinn.
Skráning á fundina á morgun fer fram hér.
UMMÆLI