beint flug til Færeyja

Nýnemar í byggingadeild VMA fá vinnufatnað og öryggisbúnaðMynd/VMA

Nýnemar í byggingadeild VMA fá vinnufatnað og öryggisbúnað

Fyrir helgina fengu nemendur í grunndeild byggingagreina í VMA afhentan vinnufatnað og persónuhlífar. Um er að ræða stóran og mikinn pakka fyrir 36 nemendur sem samanstendur af stuttermabol, hettupeysu, vinnujakka, smíðabuxum, öryggisskó, heyrnarhlífum, hlífðargleraugum, hjálmi og rykgrímu. Þetta kemur fram á vefsíðu VMA, einnig segir:

Listaverð þessa fatnaðar og búnaðar er um eitt hundrað þúsund krónur en nemendur fengu hann fyrir 14.500 krónur. Verkmenntaskólinn styrkir nemendur með því að að greiða 14.000 kr. pr. nemanda, Byggiðn – félag byggingamanna greiðir 12.000 kr. pr. nemanda og síðan veita söluaðilarnir Sandblástur og málmhúðun – FerroZink og tengdir birgjar afar rausarlegan afslátt af þessum búnaði og gera nemendum mögulegt að eignast hann á þessum góðu kjörum.

Á öryggismálin er lögð rík áhersla í náminu í byggingadeild, enda getur eitt og annað farið úrskeiðis ef fyllsta öryggis er ekki gætt í verklegri kennslu. Þannig er gerð krafa um að allir gangi um í öryggisskóm og noti viðhlítandi öryggishlífar á verkstæði, við smíði frístundahúss utan dyra og í heimsóknum nemenda á vinnustaði utan skólans. Fatnaðinn geta nemendur geymt í skápum í byggingadeild.

Bestu kveðjur og innilegar þakkir til FerroZink, birgja og Byggiðn fyrir þennan höfðinlega stuðning við byggingadeildina og nemendur hennar.

UMMÆLI

Sambíó