beint flug til Færeyja

Nemendur í hársnyrtiiðn á leið til MalagaMynd/VMA

Nemendur í hársnyrtiiðn á leið til Malaga

Í tilkynningu frá VMA kemur fram að nemendur á sjöttu og síðustu önn í hársnyrtiiðn og kennarar þeirra fara í næstu viku í náms- og kynnisferð til Malaga á Spáni. Ferðin er styrkt af Erasmus + styrkjaáætlun ESB. Einnig segir í tilkynningunni

Þetta er í fjórða skipti sem nemendur á lokaspretti námsins í hársnyrtiiðn í VMA fara í námsferð til Malaga. Þeir níu nemendur sem fara með kennurunum Hörpu Birgisdóttur og Hildi Salínu Ævarsdóttur útskrifast úr náminu í desember nk. Þeir eru: Anastazja Dyrlaga, Ása Lind Aradóttir, Birkir Már Hauksson, Blær Bergþóra Freysdóttir, Halldóra Helga Sindradóttir, Nikolina Gryczewska, Sigrún Lilja Guðnadóttir, Stefanía Tara Þrastardóttir og Teodora Matilde Delgado.

Nemendurnir sem eru á leið til Malaga í næstu viku og verða þar í um hálfan mánuð eru spenntir að kynnast nýjum straumum og stefnum í faginu á Spáni og um leið að víkka út sjóndeildarhringinn.

Eins og í fyrri námsferðum til Malaga mun hópurinn m.a. kynna sér starfsemi og fá leiðsögn í Grupo Nebro, sem er einskonar akademía í hársnyrtiiðn. Einnig verður heimsóttur El Palo Instituto, ríkisrekinn verkmenntaskóli sem kennir m.a. hársnyrtiiðn. Tveir kennarar úr þessum skóla komu í heimsókn í VMA í október á sl. ári til þess að kynna sér kennsluna í VMA og skólakerfi á Íslandi almennt.

UMMÆLI

Sambíó