Framsýn færir Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum 15 milljóna króna gjöfMynd/Framsýn

Framsýn færir Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum 15 milljóna króna gjöf

Framsýn stéttarfélag færði Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum gjöf til kaupa á tækjum og búnaði fyrir stofnunina og Hvamm heimili aldraðra. Búnaðurinn samanstendur af fullkomnu hjartaómtæki, göngubretti, sturtustól-setdýnu, stólavog, eyrnaskoðunartæki,meðgöngumonitor, rannsóknartæki D-dimer og vökvadælu.

Samkvæmt Framsýn munar mestu um hjartaómtæki sem gerir HSN kleift að hafa hjartalækni í hlutastarfi hjá stofnuninni. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður félagsins fylgdi gjöfinni eftir en hún var afhent við hátíðlega athöfn í gær. Einnig segir á vef Framsýn

Daníel Borgþórsson formaður Styrktarfélags HSN og Bergur Elías Ágústsson stjórnarformaður Dvalarheimilisins Hvamms þökkuðu Framsýn fyrir gjöfina. Undir það tóku læknar og annað hjúkrunarfólk sem gerðu gestunum grein fyrir notagildi tækjana.Þar fór fremstur, Ásgeir Böðvarsson yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Í máli þeirra kom fram mikil ánægja með velvild Framsýnar í garð Hvamms og HSN. 

Lesa má ávarp formanns hér.

Sambíó

UMMÆLI