Framsókn

Viðgerð á hringvegi klárast eftir næstu helgiMynd/RÚV - Ólöf Rún Erlendsdóttir

Viðgerð á hringvegi klárast eftir næstu helgi

Hringvegurinn er mikið skemmdur eftir óveðrið sem skall á Mývatns- og Möðrudalsöræfi í fyrradag. Tæki eru á leiðinni til þess að hreisna til á veginum og viðvörunarmerki verður komið fyrir. Í samtali við RÚV sagði yfirverkstjóri Vegagerðarinn á Húsavík, Jón Ingólfsson:

„Sums staðar er klæðningin nánast öll farin á um 50 metra kafla, en sums staðar er þetta styttra. En þetta eru fimm staðir frá einum og hálfum kílómetra vestan við Jökulsárbrúna og upp á Biskupshálsinn.“

Viðgerð gæti tekið þónokkra daga og reiknar Jón með því að þetta klárist eftir næstu helgi. Fólk er hvatt til þess að keyra varlega því vegurinn er varasamur.

Sambíó

UMMÆLI