NTC

Allir gunnskólar Akureyrar taka þátt í Göngum í skólann 2024

Allir gunnskólar Akureyrar taka þátt í Göngum í skólann 2024

Verkefnið Göngum í skólann 2024 var sett hátíðlega í Brekkuskóla í gær. Þetta er í átjánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.

„Eldri borgarar á Akureyri létu ekki sitt eftir liggja í morgun því sjálfborðaliðar úr röðum Virkra efri ára og EBAK mönnuðu gatnamót og gangbrautir í kringum grunnskóla Akureyrar og aðstoðuðu börnin yfir götur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, tók einnig þátt og spjallaði í leiðinni við krakkana. Að setningu lokinni var verkefnið ræst þar sem nemendur, starfsfólk og gestir gengu stuttan hring í nærumhverfi skólans,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar í gær.

Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Allir grunnskólar Akureyrarbæjar taka þátt í verkefninu.

Bakhjarlar Göngum í skólann verkefnisins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Ríkislögreglustjóri, mennta- og barnamálaráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Embætti landlæknis og landssamtökin Heimili og skóli.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó