Bein útsending frá leik Þór og KA á Kjarnafæðismótinu

Í dag mætast Þór og KA í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í leik sem fram fer í Boganum og hefst klukkan 14:00.

Þór og KA eru bæði taplaus eftir fyrstu þrjá leikina en KA er með 23 mörk í plús og Þór er með 6 mörk í plús. Þórsarar hafa sigrað Leikni F., Magna og Völsung á meðan KA hefur sigrað Magna, Völsung og Tindastól.

Frítt er inn á alla leiki á Kjarnafæðismótinu en fyrir þá sem eru ekki staddir á Akureyri verður sýnt beint frá þessum toppslag á Youtube-rás KA TV. Fylgstu með leiknum í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó