Lögreglan hafði afskipti af þremur undir lögaldri með hnífa á Akureyri

Lögreglan hafði afskipti af þremur undir lögaldri með hnífa á Akureyri

Síðastliðna helgi hafði Lögreglan á Akureyri afskipti af þremur manneskjum undir lögaldri sem báru hnífa.

Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti útköllin um helgina. Á Vísi.is er haft eftir Skarphéðni: „Við hjá lögreglunni höfum lengi haft áhyggjur af vopnaburði, ekki bara ungmenna heldur fullorðins fólks líka. Við erum í mjög þéttu samstarfi við barnavernd, skólana og erum að gera það sem við getum til að taka þéttingsfast á þessum málum,“

Hægt er að lesa nánar um málið á Vísi hérna.

VG

UMMÆLI