NTC

Kaldbakur lokið sínu fyrsta heila starfsári

Kaldbakur lokið sínu fyrsta heila starfsári

Aðalfundur Kaldbaks ehf. var haldinn í dag, fimmtudaginn 29 ágúst. Á fundinum var ársreikningur félagsins fyrir árið 2023 lagður fram og staðfestur af hluthöfum. Um er að ræða fyrsta heila starfsár félagsins sem sjálfstætt fjárfestingarfélag en áður var það hluti af samstæðu Samherja.

Hagnaður samstæðu félagsins á síðasta ári nam 9,5 milljörðum krónaEigið fé samstæðu Kaldbaks í árslok 2023 nam 35,5 milljörðum króna.

Á fundinum var stjórn félagsins endurkjörin, en hana skipa Steingrímur H Pétursson (formaður), Dagný Linda Kristjánsdóttir (varaformaður), Katla Þorsteinsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Björk Þórarinsdóttir.


Kaldbakur er sjálfstætt alþjóðlegt fjárfestingafélag sem hefur það að meginmarkmiði að skapa langtímaverðmæti með virku eignarhaldi í fyrirtækjum. Eignasafn Kaldbaks er fjölbreytt og má þar finna eignarhluta í fyrirtækjum sem starfa á dagvöru- og eldsneytismarkaði, fjármála- og tryggingamarkaði auk þess fyrirtæki sem þjónusta matvælaframleiðslu og stórar vindmyllur til hafs.


Helstu eignir Kaldsbaks ehf. eru eignarhlutir í:

  • REM Offshore Holding A.S. 
  • Optimar A.S.
  • Føroya Banki
  • Hagar hf.
  • Hrólfsker ehf. (Sjóvá)
  • Slippurinn Akureyri ehf.
  • Jarðboranir ehf.

Eignir Kaldbaks eru bæði í skráðum sem óskráðum eignum og eru hlutfall erlendra eigna um 40% af heildareignum félagsins.

Höfuðstöðvar Kaldbaks eru við Ráðhústorg á Akureyri en félagið hefur ennfremur starfsstöð í Álasundi í Noregi.


Eiríkur S Jóhannsson forstjóri Kaldbaks ehf.; „Fyrsta heila starfsár Kaldbaks er að baki. Félagið fékk í heimanmund fyrrum fjárfestingaeignir Samherja sem félagið hafði fjárfest í yfir langt árabil og mynda þær traustan eignagrunn Kaldbaks. Ég tel að starfsfólk Kaldbaks hafi unnið vel úr þessum eignum á liðnu ári og gert félagið vel í stakk búið til að gera sig gildandi á alþjóðlegum fyrirtækjamarkaði. Við leggjum áherslu á að vera fjárfestir sem ljáir rödd sína og reynslu í þau verkefni sem það tekur þátt í. Helstu verkefni liðins árs voru umbreyting á eignum félagsins í Færeyjum en þar tel ég að okkur hafi tekist vel til og við erum enn þátttakendur í samfélaginu í Færeyjum. Á þessu ári höfum við haldið áfram fjárfestingu í iðnaðarframleiðslu tengdri matvælavinnslu, en við festum kaup á öllum hlutum í Optimar AS í Noregi. Fyrir á Kaldbakur eignarhluti í Slippnum Akureyri og Kælismiðjunni Frost á Akureyri og tel ég að þessi fyrirtæki saman sé öflugur og mikilvægur þjónustuaðili fyrir innlendan og alþjóðlegan sjávarútveg.  Ég tel að framundan séu bæði krefjandi sem og jákvæðir tímar framundan í starfsemi Kaldbaks“.

Sambíó

UMMÆLI