NTC

Siglufjarðarvegur hreyfist í kringum meter á áriMynd/Halldór Gunnar Hálfdansson

Siglufjarðarvegur hreyfist í kringum meter á ári

Í dag opnaði Siglufjarðarvegur á ný en hann hefur verið lokaður síðustu daga vegna skriðhættu og viðvarandi landsigi. Mikið tjón var á veginum en vegurinn hefur verið lagaður í dag.

Sjá nánar: Mikið tjón á Siglufjarðarvegi (Myndir)

Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, sagði við Mbl.is í dag að vegurinn hreyfist um meter á ári í átt til sjávar. Einnig sagði Heimir Gunnarsson deildarstjóri hjá Vegagerðinni í samtali við Morgunblaðið að verið sé að vinna að því að hreinsa veginn og gera ráðstafanir vegna sigs sem hefur orðið í kringum veginn.

Mikið hefur ringt á Siglufirði og flæddi inn í nokkur hús.

Sjá nánar: Flæðir inn í minnst sex hús á Siglufirði

Fjallabyggð er að meta umfang tjóns á öllum þeim húsum sem að lentu illa í flóðinu um helgina.

Sjá nánar: Fjallabyggð metur umfang tjóna

VG

UMMÆLI