Framsókn

Fjallabyggð metur umfang tjónaMynd/Raggi Ragg

Fjallabyggð metur umfang tjóna

Líkt og Kaffið hefur fjallað um hefur úrhellisrigning síðastliðna helgi ollið miklu tjóni á bæði híbýlum og vegum í Fjallabyggð. Nú er unnið að því að meta umfang og orsök tjóna sem húseigendur og aðrir urðu fyrir um helgina. Á heimasíðu Fjallabyggðar segir:

Sveitarfélagið vinnur nú að því að meta umfang og orsök tjóna sem húseigendur og aðrir urðu fyrir sl. helgi. Hluti af þeirri vinnu felst í því að skoða tryggingalega stöðu sveitarfélagsins gagnvart þeim atburðum sem áttu sér stað. Sveitarfélagið hvetur húseigendur til þess að taka saman gögn og upplýsingar um áætlað tjón og senda inn erindi í gegnum „Ábendingar og fyrirspurnir„. Óskað er eftir því að erindinu fylgi stutt lýsing á umfangi tjónsins. Sveitarfélagið mun svo í framhaldinu kalla eftir frekari upplýsingum og gögnum og vinna með hverja tilkynningu í samráði við húseigendur. Fjallabyggð hvetur jafnframt alla sem urðu fyrir tjóni að tilkynna slíkt til síns tryggingafélags.

VG

UMMÆLI

Sambíó