NTC

Gul viðvörun á Norðurlandiwww.vedur.is/vidvaranir

Gul viðvörun á Norðurlandi

Seinustu daga hafa verið gular viðvaranir á Suðurlandi, en í dag hafa nú bæst við nokkrar á landinu og eru þær orðnar fimm talsins. Gefið var gular viðvaranir fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði, og Suðausturland.

Gert er ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu, sérstaklega vestan til í Norðurlandi eystra og á Flateyjarskaga. Að sögn Veðurstofu Íslands gætu vöð og árfarvegir orðið varasamir því að vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa töluvert. Líkur á aurskriðum og grjóthruni hafa einnig aukist, því ættu ferðamenn að forðast brattar fjallshlíðar.

Talsverð eða mikil rigning verður á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Varað er sérstaklega við úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan 3 í nótt til 23:30 á morgun. Einnig ætti að varast vöð og árfarvegi því að vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

VG

UMMÆLI

Sambíó