Start Studio og Þúsund Þakkir á Akureyri

Start Studio og Þúsund Þakkir á Akureyri

Næstkomandi laugardag, 24. ágúst, verður hægt að fá innsýn inn í listasmiðjur tveggja listamanna í JMJ-húsinu á Akureyri. Það eru þau Unnur Stella Níelsdóttir og Guðmundur Tawan sem opna fyrir heimsóknir í listastúdíóin. 

Unnur er betur þekkt undir listamannsnafninu Start Studio, en undir því nafni hefur hún verið að gera það gott undanfarið. Margir hafa tekið eftir verkum hennar sem prýða meðal annars veggi Terían Brasserie sem er nýr veitingastaður á Akureyri. Unnur hannaði einnig taupoka sem voru gerðir fyrir styrktarátak Nettó og Ljóssins. Pokarnir voru til sölu í Nettó í sumar. Í sumar hélt Unnur sína fyrstu listasýningu í Deiglunni á Akureyri.

Sjá nánar: Start Studio í Deiglunni 10. ágúst

Guðmundur Tawan er textíl listamaður sem gengur undir listamannsnafninu Þúsund Þakkir. Núna er Guðmundur að plana tískusýningu sem á að vera á Akureyri á næsta ári og hægt verður að skoða verk í vinnslu í stúdíóinu hans. 

Opið verður á milli klukkan 18:00 og 21:00 á laugardaginn, bæði stúdíóin eru í Gránufélagsgötu 4 á þriðju hæð, en það hús er oft kennt við JMJ, vinsælu herrafatabúðina. Það verða merkingar fyrir utan sem leiða fólk upp í stúdíóin.

VG

UMMÆLI

Sambíó