NTC

Nýnemar ekki fleiri í fjölda áraMynd: VMA

Nýnemar ekki fleiri í fjölda ára

Nýnemar í VMA hafa ekki verið fleiri til fjölda ára, en 250 til 260 nemendur hófu nám við skólan í dag. Til samanburðar voru 215 nýnemar sem hófu nám við VMA síðasta haust.

Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari segir að árgangurinn sem að lauk 10. bekk grunnskóla síðastliðið vor sé í stærra lagi. Það ásamt því að aukinn áhugi nemenda á verk- og starfsnámi sé skýringin á fjölda nýnema í VMA í haust.

Heimavist MA og VMA er fullbókuð í vetur, þar eru 175 nemendur frá VMA og 145 nemendur frá MA.

Í haust mun bætast við dagskóla námshópar í pípulögnum, múrsmíði og heilsunuddi. Ásamt því verður haldið áfram að kenna húsasmíði og rafvirkjun í kvöldskóla. Á þessari haustönn verður einnig í fyrsta skipti boðið upp á kvöldskóla í listnámi, þar eru 12 nemendur skráðir til náms og möguleiki að bæta við fleiri nemendum þar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó