Mjög mikið magn frjókorna hefur mælst tvo daga í ágúst á Akureyri en sömuleiðis eru margir dagar í júlí þar sem mikið magn mældist, fleiri en 50 á rúmmetra. Frjókornin voru seinni á ferðinni þetta árum sökum kulda fyrr í sumar og töluvert meira er af grasfrjói heldur en birkifrjói. Aðra sögur er að segja af höfuðborgarsvæðinu en þar hefur rigning haft áhrif á dreifslu fjókorna og telst hún í minna lagi. Þetta árið teljast frjókorn almennt langt undir meðallagi en frjókornamælingar eru gerðar bæði á Akureyri og í Garðabæ. Rúv greindi frá í viðtali við Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz loftlíffræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
UMMÆLI