Akureyrarbær tilkynnti nýverið að þrjár tunnur verða nú við hvert heimili; ein tvískipt fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, önnur fyrir pappír og pappa og sú þriðja fyrir plast. Þetta er almenna reglan en telja heimili að önnur samsetning henti þeim er hægt að senda tölvupóst á flokkumfleira@akureyri.is. Hins vegar er öllum skylt að flokka í áðurgreinda fjóra flokka. Vinnan við að skipta út sorpílátunum gengur að mestu samkvæmt áætlun og er stefnt að því að verklok verði í október eða nóvember.
„Akureyringar hafa um árabil verið í fremstu röð hérlendis þegar kemur að flokkun úrgangs en nú er landsmönnum öllum skylt að fylgja fordæmi okkar.“
Ný gjaldskrá vegna sorphirðu var samþykkt í bæjarráði 11. júlí sl. og tekur gildi um næstu áramót en sorphirðugjöld eru innheimt með fasteignagjöldum
UMMÆLI