Kristján Vilhelmsson sjötugur og tertur í öllum skipum SamherjaLjósmynd: Samherji

Kristján Vilhelmsson sjötugur og tertur í öllum skipum Samherja

Framkvæmdastjóri útgerðarsviðs og einn af stofnendum Samherja, Kristján Vilhelmsson, átti 70 ára afmæli í dag því voru tertur í boði fyrir áhafnir allra skipa í flota Samherja. Tilkynningin kom á vef Samherja og er þar hægt að sjá myndir frá nokkrum veisluhöldum, en þar segir einnig:

„Kokkar skipanna skreyttu afmælisterturnar með sínum hætti, afmælisbarninu til heiðurs og skipstjórar sendu honum afmæliskveðjur frá áhöfnum. Sömu sögu er að segja um ýmsar starfsstöðvar Samherja, þar var haldið upp á tímamótin.“

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segist samgleðjast frænda sínum á þessum tímamótum.

„Kristján er traustur, framsýnn og frjór í hugsun. Samstarf okkar hefur verið afar farsælt í gegn um tíðina, bæði þegar vel hefur árað og þegar blásið hefur á móti. Það er ekki sjálfgefið að eiga slíka sögu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.

Meira á vef Samherja.

VG

UMMÆLI

Sambíó