Fer hringveginn á línuskautum

Fer hringveginn á línuskautum

Maður að nafni Zachariah Choboter fer nú hringveginn á línuskautum. Þetta gerir hann fyrir samtökin Blading for Bees sem vilja breiða út boðskap um samvinnu og umhverfið.

Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Zach rúllar langar vegalengdir en hann fór 10,093 kílómetra yfir Kanada sem tók hann 91 dag árið 2021. Blading for Bees skipuleggur allskyns viðburði og safnar féi til styrktar margra samtaka, í þetta skiptið er safna þau til styrktar Puck support og Kids Help Phone, sem eru forvarnarsamtök innan íshokkí og ráðgjafar þjónusta til barna innan Kanada.

Þegar fréttin er skrifuð var Zach að nálgast Varmahlíð, en einhverjir lesendur gætu hafa séð til hans á ferðinni í gegnum Akureyri.

Hér má sjá frá ferðalagi Zach í kringum landið

https://www.instagram.com/bladingforbees

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó