Formleg opnun viðbyggingarinnar á Hótel Akureyri

Formleg opnun viðbyggingarinnar á Hótel Akureyri

Síðasta fimmtudag var formleg opnun á viðbyggingunni við Hótel Akureyri og litu gestir og gangandi við til þess að berja hana augum. Matarbíllinn Komo var á staðnum og drukku gestir á veigar af barnum. Margt var um fólk og mikil stemming í mannskapnum.

Kaffið tók hjónin Daníel Smárason og Bergrósu Guðbjartsdóttur tali og fékk að fræðast um viðbygginguna. Áður voru 19 herbergi á Hótel Akureyri, auk 16 í Dynheimum og með viðbyggingunni bættist við 33 ný herbergi. Ásamt því er búið að opna bar á neðstu hæðinni þar sem hægt er að tilla sér og spila pool.

Hugmyndin kviknaði árið 2013, lóðin við hlið hótelsins var auð og fóru þau í áætlanir á viðbyggingu. Haraldur Árnason var arkitekt og innréttuðu þau sjálf viðbygginguna. Að þeirra sögn vildu þau auka þjónustuna við hótelgesti og sömuleiðis vera með stað þar sem bæjarbúar gætu komið og sest niður.

Sambíó

UMMÆLI