Í færslu sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson deildi á Facebook vakti hann athygli á bílaumferð á Oddeyragötunni. Segir hann að íbúar séu orðnir langþreyttir þegar Akureyrabær lokar Gilinu og vísi umferðinni ekki um Þórunnarstræti. Deildi hann myndböndum af umferðinni í götunni í færslunni en lesa má hana í heild sinni hér.
Það er bókstaflega hættulegt að búa á Oddeyrargötunni þegar Akureyrarbær lætur lokar Listagilinu og Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir ekki umferðinni um Þórunnarstrætið. Skrítið að bærinn geri þetta aftur og aftur þrátt fyrir ítrekuð mótmæli íbúanna. Oddeyrargatan sem er 100% íbúagata þar sem býr fólk með fjölskyldur, börn, gamalmenni, fólk með hreyfihamlanir og gæludýr. Hvað varð um dílinn um að loka Oddeyrargötu þegar svona er og beina umferðinni um Þórunnarstræti? Umferðarþunginn í þessari litlu og þröngu íbúagötu er ólíðandi. Ég er ekki viss um að smá rauður partur neðst í götunni dragi úr hraðakstri ef það er engin önnur veruleg hindrun. Við íbúar Oddeyrargötu Oddeyrargatan Okkar – Íbúasamtök erum búin að fá alveg nóg af þessu ástandi. Haldið bæjarhátíðir, endilega, látið það bara ekki koma niður á fólkinu sem býr í nærliggjandi götum. Fyrir utan hvað þetta er hættulegt. Bærinn leyfir t.d húseigendum götunnar ekki að reka gistiheimili þar því þetta er íbúasvæði. Nú þarf hljóð og mynd að fara að passa saman hjá bænum. Gleðilega verslunarmannahelgi.
UMMÆLI