Framsókn

Gamli Staðarskáli settur á svið

Gamli Staðarskáli settur á svið

Dagana 25-31. júlí mun gamli Staðarskáli vera opnaður á ný. Vegasjoppan góðkunna var staðsett á Stað í Hrútafirði en var síðan færð eftir að hringveginum var breytt á þann veg að umferð fór ekki lengur þar fram hjá. Listamanna tvíeykið Evil foods inc., sem samanstendur af Alexöndru Mjöll Young og Rakel Sigurðardóttur, stendur fyrir opnuninni en hafa þær staðið að fjölbreyttum gjörningum sem innihalda mat. Þær hafa meðal annars gert 6 metra langa brauðtertu, boðið fólki heim í mat í miðju Covid og boðið upp á borscht til styrktar fórnarlömbum stríðsins í Ukraínu. Í þetta skipti verða í boði pylsur, ástarpungar, réttur dagsins og nóg af Pilsner. Segja þær að nú verði rammíslensk stemning þar sem verður ekkert endilega með nein tilraunastarfsemi.

6 metra löng brauðterta Evil Foods Inc.

Í undirbúningi fyrir viðburðinn hefur Rakel haft móðir sína að ráðum þar sem fjölskyldan kemur frá Stað og hafa þær farið í gegnum ljósmyndir af svæðinu til þess að ná að endurskapa andrúmsloftið frá gullaldarárum gamla Staðarskála. Í samtali við Kaffið minntist Rakel einnig á það að vinir og vandamenn myndi líta við og halda fjölbreytta viðburði, þar á meðal mun Sara Flindt flytja tónlist í kirkjunni á Stað. 

Rakel og Alexandra í Evil Foods Inc.

Byrjuðu þær verkefnið Evil foods inc. vegna þess að þær eru báðar miklar áhugakonur um mat og þeirri menningu sem honum fylgir, síðan fannst fólki gaman að smakka matinn þeirra og því var ekki aftur snúið. Endilega kíkið við og upplifið á þá mögnuðu orku sem gamli Staðarskáli hafði að geyma. Staðsetninguna má finna hér, ásamt mynd til frekari útskýringar.

https://maps.app.goo.gl/uZ1ZpMhqnSf2Lrxu8

Hér að neðan má svo finna viðburðinn á Facebook og hægt er að fylgja Evil foods inc. á Instagram. Sömuleiðis er dagskrá vikunnar hér að neðan

Instagram:

https://www.instagram.com/evil_foods_inc?igsh=MjN3MThubHNtNGhw&utm_source=qr

Facebook event:

https://www.facebook.com/share/cVvgiLRXuMg4LauM/?mibextid=9l3rBW

Sambíó

UMMÆLI