Þorsteinn Kári gefur út nýtt lag

Þorsteinn Kári gefur út nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Þorsteinn Kári mun gefa út plötuna Hvörf fyrir árslok. Í gær kom út fyrsti singull plötunnar „Ómar“.

Þorsteinn Kári kemur fram á hátíðinni Mannfólkið breytist í slím sem hefst næstu helgi. Þar mun hann flytja lög af plötunni „Hvörf“. Platan mun innihalda 11 lög og á henni spilar fjöldi frábærra hljóðfæraleikara.

„“Ómar“ er fyrsti singullinn af minni annarri sólóplötu „Hvörf“ sem væntanleg er fyrir árslok, platan mun innihalda 11 lög og á henni spilar fjöldi frábærra hljóðfæraleikara, en í þessu lagi spilar Jón Haukur Unnarsson á trommur og Ingi Jóhann Friðjónsson á bassa. Lagið fjallar um samtvinnað hugarþel tveggja einstaklinga sem hafa mótað hvort annað yfir langt tímabil, bæði í gegnum erfiða og krefjandi hluti, sem og þá fegurstu sem lífið býr yfir. Þótt ég sé almennt á því að fólk eigi að túlka list útfrá sinni eigin upplifun, þá er það kannski nokkuð augljóst að lagið (sem og stór partur væntanlegrar plötu) er samið til konunnar minnar Steinunn Helgadóttir og þess ótrúlega styrks sem mér finnst hún búa yfir. Bæði í sínum veikindum undanfarin tæp tvö ár, en einnig almennt í öllu því sem hefur undan gengið,“ skrifar Þorsteinn á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI