Hilda Jana gefur út hlaðvarp um byggðamál

Hilda Jana gefur út hlaðvarp um byggðamál

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, hefur gefið út þrjá hlaðvarpsþætti um byggðamál sem hún gerð í meistaranámi sínu í blaða- og fréttamennsku. Þættirnir heita Rígurinn: frá brothættum byggðum til borga.

Rígurinn fjallar um byggðamál á Íslandi og þann undirliggjandi byggðaríg sem þar er að finna. Ríg á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggða, ríg innan landshluta og á milli landshluta. Fjallað er um sögulegt samhengi íslensks byggðarígs, rýnt í stjórnmál, menningu, jafnréttismál, verkalýðsbaráttu, menntun, samgöngumál, ólík viðhorf eftir búsetu og tekjum svo eitthvað sé nefnt. Markmið þáttanna er að vekja áhuga á byggðamálum og veita hlustendum tækifæri til að velta þeim fyrir sér út frá sjónarhornum ólíkra byggða, allt frá vaxtarsvæðum til brothættra byggða.

Hægt er að hlusta á þættina á hlaðvarpsveitum.

Spotify:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/hilda-jana6

Apple podcasts:
https://podcasts.apple.com/is/podcast/r%C3%ADgurinn/id1757808420

VG

UMMÆLI

Sambíó