NTC

Tónleikaröð Hælisins hefst 13. júlí

Tónleikaröð Hælisins hefst 13. júlí

Næstkomandi laugardag þann 13. Júlí hefst „Litla tónleikaröð hælisins.“ Þá stíga á stokk í skjólgóða skoti Hælisins Erla Mist Magnúsdóttir söngkona og kennari við tónlistarskóla Akureyrar og Hallgrímur Jónas Ómarsson gítarleikari og kennari við tónlistarskóla Akureyrar og flytja lög fyrir gesti og gangandi. Það er enginn aðgangseyrir en í boði verður að kaupa kaffi og kruðerí á meðan tónleikunum stendur. Hollvinir Hælisins eru bakhjarl tónleikanna.

Sunnudaginn 28. Júlí mæta svo hjónin músíkölsku úr Svarfaðardal; Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson og flytja okkur vel valin lög og að lokum koma nágrannar Hælisins þann 17. ágúst en það eru þau Bóndi og Kerling eða Brynjólfur Brynjólfsson og Sigríður Hulda Arnardóttir. Þau flytja örugglega sitt frumsamda efni sem kom út á plötu fyrr á árinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó