NTC

Nýr meirihluti í ÞingeyjarsveitLjósmynd: mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Nýr meirihluti í Þingeyjarsveit

Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti sveitastjórnar í Þingeyjarsveit og Knútur Emil Jónasson hafa myndað nýjan meirihluta undir merkjum K-listans í Þingeyjarsveit. Gerður og Knútur kusu ekki í takt við aðra innan E-listans hvað varðar virkjunarmál tengd Skjálfandafljóti. Vildu þau halda áfram fyrri stefnu um að virkja ekki Skjálfandafljót. Mbl greindi frá og segir þar:

„Í síðasta aðal­skipu­lagi Þing­eyj­ar­sveit­ar kom fram að Skjálf­andafljót skyldi ekki virkja. Við Knút­ur vild­um halda þeirri stefnu óbreyttri en þeir vildu breyta henni vegna þess að þeir hafa talað fyr­ir lít­illi virkj­un í miðjum Bárðar­dal. Sem að við telj­um vera of litla, fyr­ir of litla hags­muni fárra, til þess að fara raska þessu óraskaða fljóti. Það er svona meg­in­málið í þessu,“ seg­ir Gerður.

Hún seg­ir þetta mál ekki endi­lega vera sveit­ar­stjórn­ar­mál held­ur um­hverf­is­vernd­ar­mál og nátt­úru­vernd­ar­mál.

„Þegar menn fara fram með að ætla að virkja svona stórt vatna­svið eins og Skjálf­andafljót er – það er 180 kíló­metr­ar – og ávinn­ing­ur­inn er nán­ast eng­inn fyr­ir sveit­ar­fé­lagið nema fast­eigna­gjöld af stöðvar­húsi. Það er ávinn­ing­ur fyr­ir þrjá land­eig­end­ur og fram­kvæmdaaðila,“ seg­ir hún.

Hún seg­ir nær víst að Skjálf­andafljót verði virkjað einn dag­inn en þá verði meiri sátt um það ef það væri stærri virkj­un sem yrði vel vönduð.

„Held­ur en að fara skella niður litl­um virkj­un­um hér og þar. Þetta sveit­ar­fé­lag er að fram­leiða al­veg gríðarlega mikla orku nú þegar.“

VG

UMMÆLI

Sambíó