Framsókn

Nýr teymisstjóri Daga á Norðurlandi

Nýr teymisstjóri Daga á Norðurlandi

Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir hefur verið ráðin teymisstjóri Daga á Norðurlandi. Hún var áður hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya. Hugrún mun vinna þvert á teymi og stýra frekari sókn Daga í margvíslegri fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum og ræstingum, en fyrirtækið flutti nýverið í nýstandsett húsnæði í miðbænum á Akureyri. Hugrún hefur mikla reynslu af rekstri og fasteignaumsjón en frá 2022 hefur hún verið hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya, auk þess að sinna rekstri á Hótel Eddu á Akureyri.

„Það er mikil gróska á Norðurlandi og tækifærin fjölmörg. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Dögum sem einbeitir sér í auknum mæli að alhliða fasteignaumsjón og ég hlakka til að taka þátt í þeirri uppbyggingu með þeim,“ segir Hugrún.

Hjá Dögum starfa tæp­lega 800 manns og starfsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu; í Garðabæ, á Selfossi og á Akureyri. Á starfsstöð Daga á Akureyri starfa um 50 manns.

VG

UMMÆLI

Sambíó