Framsókn

Dagskrá Mannfólkið breytist í slím 2024 opinberuð

Dagskrá Mannfólkið breytist í slím 2024 opinberuð

Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím fer fram 25. – 27. júlí á Akureyri og hefur hin fjölbreytta flóra listafólks sem tekur þátt nú verið kunngjörð. Markar þetta ár sjöundu útgáfu Mannfólkið breytist í slím hefur verið haldin árlega á Akureyri frá árinu 2018.


Fram kemur rjómi jaðarsenunnar norðan heiða með frábærum gestum víðar að. Markmið hátíðarinnar er að skapa sterka hefð fyrir tónlistarhátíð á Akureyri sem starfar utan meginstrauma og hefur listrænt gildi atriða í forgangi. Jafnframt er mikið um atriði sem dansa á mörkum tónlistar og gjörningalista þar sem áhorfendum er boðið í framandi ferðalag um stefnur og strauma.

NTC netdagar

Eitt aðalsmerki Mannfólkið breytist í slím er að hátíðin er haldin utan hefðbundinna tónleikarýma og hefur listakollektífið MBS sem að skipulagningunni kemur öðlast einstaka hæfni í að leggja iðnaðarrými undir sig til skemmri tíma og breyta þeim í frambærilega tónleikastaði. 



Listafólk á Mannfólkið breytist í slím 2024 er:

Ari Orrason
aska
Ásthildur Sturludóttir – verndari MBS 2024
Brenndu Bananarnir
Daníel Hjálmtýsson
Deer God
Drengurinn fengurinn
ex.girls
Geðbrigði
Geigen
Helldóra
Leður
Miomantis
Pitenz
Sót
Spacestation
Þorsteinn Kári

Engin formleg miðasala er á viðburðinn en gestir ráða sjálfir hvort og hversu mikið þeir vilja styðja við framkvæmdina.

Meiri upplýsingar má finna hér:



Heimasíða MBS:
https://mbsskifur.is/

MBS á samfélagsmiðlum:
https://www.instagram.com/mbsskifur/
https://www.facebook.com/mbsskifur

Viðburður á facebook:
https://www.facebook.com/share/2iVFXMzfNk7m3gNF/

Mynd með frétt: Andrés Rein Baldursson

VG

UMMÆLI