NTC

Lögreglan skráði á þriðja hundrað verkefna yfir Bíladaga

Lögreglan skráði á þriðja hundrað verkefna yfir Bíladaga

Lögreglan á Norðurlandi Eystra skráði 283 verkefni í málakerfi lögreglunnar frá því á hádegi síðastliðinn fimmtudag og þar til klukkan 8 í morgun, þ.e.a.s. yfir Bíladaga. Þetta kemur fram í frétt frá mbl.is.

Jó­hann­es Sig­fús­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á Norður­landi eystra, sagði í samtali við mbl að lögregla væri sæmilega sátt við hvernig hátíðin fór fram, en hún gekk þó ekki alveg hnökralaust fyrir sig.

Slys og ofsaakstur

Yfir bíladaga áttu sér stað fimm umferðarslys í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi Eystra. Af þeim greindi Kaffið til að mynda frá fimm bíla árekstri á Hörgárbraut og alvarlegu rútuslysi í Öxnadal, sem olli miklum truflunum á umferð til Akureyrar, sem beina þurfti um Siglufjarðarveg.

Lögregla hafði afskipti af 76 umferðarlagabrotum og hafa 55 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur. Meðal annars voru tveir aðilar teknir á yfir 100km hraða innanbæjar og sviptir ökuréttindum samstundis.

Hegningarlagabrot

Mbl.is greinir frá því að tíu hegningarlagabrot hafi verið framin um helgina, þar af fjórar líkamsárásir og þrjú fíkniefnalagabrot. Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við mbl.is að hvorki líkamsárásirnar né fíkniefnalagabrotin geti flokkast sem meiriháttar.

Sambíó

UMMÆLI