Flestir leikmenn í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi keppnistímabili eru uppaldir á Akureyri. Þetta kemur fram í úttekt Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu. Þar segir að alls 25 leikmenn í deildinni komi frá Þór og KA og að flester þeirra spilið með sameiginlegu liði félaganna, Þór/KA.
Átján af þeim 23 konum sem hafa spilað með Þór/KA í fyrstu sjö umferðum Bestu deildarinnar í ár eru uppaldar á Akureyri og sjö til viðbótar leika með öðrum liðum í deildinni.Af þessum 25 Akureyringum í deildinni eru sextán uppaldar hjá Þór og níu hjá KA.
Greinina í heild sinn má finna í Morgunblaðinu sem kom út á fimmtudaginn, 13. júní og þar má sjá hlutfall uppaldra leikmanna í öllum liðum Bestu deildar kvenna og hvaðan allir leikmenn deildarinnar koma.
Mynd með frétt: Egill Bjarni Friðjónsson.
UMMÆLI