Framsókn

Akureyri verður að svæðisborg

Akureyri verður að svæðisborg

Með nýrri borgarstefnu fyrir Ísland er ætlunin að gera Akureyri að svæðisborg. Stefnan hefur verið til mótunar hjá starfshópi innviðaráðherra og á þeirri vinnu ætlar ráðherra að byggja þingsályktunartillögu sem leggja á fram á Alþingi í haust. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir í samtali við RÚV að stefnan staðfesti mikilvægi hlutverks Akureyrar á landsbyggðinni. Ásthildur sem á sjálf sæti í starfshópnum, segir að stefnan sé einnig mikilvæg fyrir Akureyringa. Hún segir að það hafi verið algjör sátt meðal nefndarmanna um tillögurnar og að henni hlakki til að þær komi til framkvæmda.

Nánar um málið á vef RÚV.

VG

UMMÆLI

Sambíó