Kristján Kristjánsson nýr markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar

Kristján Kristjánsson nýr markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar

Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Kristján Kristjánsson í starf markaðsstjóra. Kristján hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri Kraumar framleiðslu þar sem hann hefur sinnt kvikmyndagerð og markaðsstarfi. Þetta kemur fram í tilkynningu MAk.

Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af stafrænu starfi og hefur starfað við sjónvarp, útgáfumál og markaðsstjórnun síðastliðin 30 ár. Kristján lærði leikstjórn í Osló í Noregi auk þess sem hann hefur lagt stund á meistaranám í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og lauk nýverið námi í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun.

Kristján tekur við af Indíönu Hreinsdóttur sem hefur sinnt starfi markaðsstjóra síðustu sex árin. Menningarfélag Akureyrar býður Kristján velkominn til starfa.

Netsprengja NTC

Sambíó

UMMÆLI