Undirskriftalisti á Ísland.is hefur verið í dreifingu meðal bæjarbúa undanfarna daga þar sem þess er krafist að Akureyrarbær hætti að nota fyrirtækið Rapyd sem færsluhirði.
Vísað er í stuðning forstjóra fyrirtækisins við aðgerðir Ísraelska hersins á Gaza og Vesturbakkanum og meintrar þáttöku fyrritækisins í þeim aðgerðum:
„Við krefjumst þess að Akureyrarbær hætti að nota Rapyd sem færsluhirði. Færsluhirðirinn Rapyd er ísraelskt fyrirtæki með útibú á Íslandi, forstjóri fyrirtækisins hefur opinberlega yfirlýst stuðning sinn við aðgerðir Israelsmanna á Gaza og Vesturbakkanum. Þá hafa fjölmiðlar í Ísrael flutt fréttir af beinni þátttöku Rapyd í stríðinu því fyrirtækið hefur sett á stofn sérstaka stríðsstofu eða „war room“ til að aðstoða Ísraelska herinn.“
Þegar þessi frétt er skrifuð hafa rúmlega þrjú hundruð manns skrifað undir listann, ýmist nafnlaust eða undir nafni. Lesendur geta skoðað listann með því að smella hér.
UMMÆLI