Fjórir skólar á Norðurlandi eystra, Þelamerkurskóli, Dalvíkurskóli, Grenivíkurskóli og Norðurþing hafa fengið úthlutuða styrki frá sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þetta kemur fram í frétt frá SSNE.
Sjóðurinn hefur úthlutað 59,8 m.kr. til 32 skólaþróunar-verkefna fyrir skólaárið 2024–2025. Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, og formaður stjórnar sjóðsins, og Bragi Þór Svavarsson, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu fimmtudaginn 30. maí síðastliðinn.
Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Styrkirnir til skólanna á Norðurlandi eystra eru þannig:
Grenivíkurskóli hlaut 2,7 miljónir til verkefnisins „Frá kveikju til bókar.“ Norðurþing hlaut tvær miljónir króna til innleiðingar á STEAM í námskrá leikskólans Grænuvalla. Þelamerkurskóli og Dalvíkurskóli fengu þrjár og hálfa miljón hvor til teymiskennslu.
Hægt er að skoða heildarúthlutun styrkja með því að smella hér.
UMMÆLI