Framsókn

Appelsínugul viðvörun út morgundaginnGular eða appelsínugular viðvaranir gilda á landinu öllu. Mynd frá Veðurstofu

Appelsínugul viðvörun út morgundaginn

Appelsínugul viðvörun tekur gildi hér á Norðurlandi eystra og víðar klukkan 17:00 í dag. Ástæða fyrir viðvöruninni er hríðarveður og á hún að standa til miðnættis á þriðjudag, en þá tekur við gul viðvörun sem gilda á út fimmtudag.

Veðurstofa segir að ekki sé um ferðaveður að ræða: „Ferðalög geta verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Snjór getur sest á vegi, einkum fjallvegi, með erfiðum akstursskilyrðum eða jafnvel ófærð. Huga þarf að því að koma búfénaði í skjól. Mikill kuldi og vosbúð fyrir útivistarfólk.“

Appelsínugular viðvranir hafa einnig verið gefnar út fyrir Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendið. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir önnur landsvæði.

Sambíó

UMMÆLI