Framsókn

Hyggjast bæta reiðvegatengingu við GoðafossLjósmynd: Kaffið/RFJ

Hyggjast bæta reiðvegatengingu við Goðafoss

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti á dögunum að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu við Goðafoss.

Markmið breytingarinnar er að skapa örugga reiðvegatengingu frá gömlu brúnni vestan við Skjálfandafljót og upp með bökkum árinnar vestan megin sem skarast ekki á við ferðir almennings og ferðafólks á svæðinu.

Í tilkynningu frá Þingeyjarsveit segir eftirfarandi: „Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma sem er til 10. júlí 2024. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 290/2024 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.“

Sambíó

UMMÆLI