Útitónleikasería til stuðnings Lystigarðsins – Fyrstu tónleikar 15. júní

Útitónleikasería til stuðnings Lystigarðsins – Fyrstu tónleikar 15. júní

Reynir Grétarsson, eigandi kaffihúsins LYST í Lystigarðinum, hefur staðið fyrir skipulagningu á fernum útitónleikum til styrktar garðinum í sumar. Ágóði miðasölu rennur beint til Lystigarðsins og getur fólk greitt miðagjaldið til að styrkja garðinn, jafnvel þó þau komist ekki á tónleikana sjálfa.

Fernir tónleikar verða haldnir þar sem landsþekkt tónlistarfólk stígur á stokk, en á hverjum þeirra fær norðlenskt tónlistarfólk að hita upp. Tónleikarnir eru þessir:

Hljómsveitin LÓN þann 15. júní.

Una Torfadóttir þann 20. júlí.

Júlí Heiðar þann 17. ágúst.

KK þann 7. september.

Tónleikarnir fara fram í Lystigarðinum sjálfum, á grasblettnum ofan við LYST. Það er því afar mikilvægt að gestir tónleikanna fylgi umgengnisreglum garðsins, sem skoða má með því að smella hér.

Fjölmargir styrktaraðilar koma að tónleikaseríunni, en tónleikar eru styrktir af Menningarsjóð Akureyrar, Íslandsbanka, Kollgátu, LYST, HS kerfi, Brauð & co og Íslenskum verðbréfum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó