Árlegi vormarkaður Skógarlundar, miðstöðvar virkni og hæfingar, fer fram á föstudaginn 31. maí næstkomandi. Þar verða til sölu ýmsar vörur sem framleiddar eru af starfsfólki miðstöðvarinnar, stundum með aðstoð leiðbeinanda. Markaðurinn stendur frá klukkan 9:00 til 17:30.
Í Skógarlundi er boðið upp á atvinnu- og hæfingatengda þjónustu fyrir einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. Markmiðið er að stuðla að aukinni þáttöku í daglegu lífi ásamt auknum lífsgæðum.
Ef lesendur komast ekki á markaðinn sjálfan þá geta þeir heimsótt verslun miðsvöðvarinnar á opnunartíma, alla virka daga milli klukkan 9 og 15. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Skógarlundar með því að smella hér.
UMMÆLI