Framsókn

Orkuveislan hefst í Mývatnssveit í dag – Aldrei fleiri skráðir

Orkuveislan hefst í Mývatnssveit í dag – Aldrei fleiri skráðir

Árlegi íþrótta- og fjölskylduviðburðurinn Orkuveislan hófst í Mývatnssveit í morgun. Skipuleggjendur lýsa veislunni sem heilli helgi stútfullri af íþróttakeppnum og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Íþróttakeppnirnar eru þessar:

  • Mývatnsmaraþonið – Einstök hlaupaleið í ýmsum lengdum og fer heilmaraþonið hringinn í kringum Mývatn. Hægt er að hlaupa 42 km, 21 km og 10 km.
  • Hraunhlaupið – 9,4 km utanvegahlaup um stórbrotna náttúru Dimmuborga, yfir hraunið og Hverfellssandinn.
  • Mývatnshringurinn – hjólreiðakeppni fyrir alla, vinina, saumaklúbbinn og fjölskylduna! Hjólað umhverfis Mývatn.
  • Bikarmót í hjólreiðum í samstarfi við Hjólreiðafélag Akureyrar

Fyrsta keppni helgarinnar er Hraunhlaupið sem hefst klukkan 18:00 í dag, en dagskrá helgarinnar í heild sinni má sjá með því að smella hér.

Skráningar í kepnnir helgarinnar eru fjölmargar. Um 50 einstaklingar eru skráðir til keppni í heilmaraþoni og hafa aldrei verið fleiri. Í heildina taka á fimmta hundrað keppenda þátt um helgina, ýmist hlaupandi eða á hjólum. Keppenda bíða hamborgarar frá Hótel Laxá og veigar frá Mývatni öl við endalínuna ásamt aðgöngumiða í Jarðböðin við Mývatn. 

VG

UMMÆLI

Sambíó