Undirrituðu samning um stækkun VMALjósmynd: RFJ/Kaffið

Undirrituðu samning um stækkun VMA

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og fulltrúar sveitarfélaga við Eyjafjörð (Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp), skrifuðu í dag undir samning milli ríkis og sveitarfélaga um stækkun á húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri.

Undirritunar athöfnin fór fram á þriðja tímanum í Gryfjunni í VMA og voru framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Sigurður Hannesson og skólameistari VMA Sigríður Huld Jónsdóttir, einnig viðstödd viðburðinn.

Stækkunin felur í sér byggingu nýrrar álmu, um 1500 fermetra stóra, Norð-Vestan við megin byggingu skólans sem hýsa myndi byggingagreinar og bifvélavirkjunar námið. Sigríður skólameistari segir stækkunina gera það að verkum að VMA geti boðið upp á nútímalegri aðstöðu í sumum af sínum stærstu greinum.

Á heimasíðu VMA segir frá frekari breytingum: „Til viðbótar verður farið í framkvæmdir í núverandi húsnæði skólans þar sem aðstaða til náms í rafiðngreinum verður á einum stað í núverandi húsnæði byggingadeildar. Þar að auki er gert ráð fyrir því að t.d. aðstaða í háriðn verði stækkuð, aðstaða í matvælagreinum verður bætt og vélstjórnarhermir verður færður.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó