Framsókn

Baldvin bætti eigin Íslandsmet

Baldvin bætti eigin Íslandsmet

Baldvin Þór Magnússon bætti í gærkvöldi sitt eigið Íslandsmet í 5000 metra hlaupi utanhúss. Það Íslandsmet setti hann árið 2022 og stóð það í 13 mínútum og 32,47 sekúndum. Í gærkvöldi hljóp hann hins vegar fimm þúsund metrana á einungis 13 mínútum og 20,34 sekúndum og bætti þannig metið sitt um rúmlega tólf heilar sekúndur. Hlaupið átti sér stað á móti á Spáni. RÚV greindi fyrst frá.

Baldvin Þór var valinn Íþróttakarl Akureyrar árið 2023 og er einn af sterkustu langhlaupurum Íslands. Hann er fæddur á Akureyri og uppalinn fyrstu fimm árin en dvelur þessa dagana utan landsteinanna þar sem hann æfir með virkilega sterku liði hlaupara í Bretlandi.

VG

UMMÆLI

Sambíó