Þorsteinn Pétursson, einnig þekktur sem Steini P, og Þorsteinn E Arnórsson hlutu í dag Heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrarbæjar á Vorkomu bæjarins sem fer fram í Listasafninu á Akureyri.
Þorsteinn Pétursson hlaut heiðursviðurkenninguna fyrir vinnu sína við verndun og viðhald Húna 2. „Ég var svo lánsamur að fá að taka þátt í því að smíða Húna. Ég var svo lánsamur að taka á móri honum þegar hann kom til Akureyrar,” segir Þorsteinn sem segist taka við viðurkenningunni fyrir hönd alla þeirra sem lagt sitt af mörkum við varðveitingu Húna.
Þorsteinn E var í stjórn Iðnaðarsafnsins á Akureyri í 25 ár og var safnstjóri í 5 ár. „Ég vill bara segja gleðilegt sumar og ég er eiginlega orðlaus sko. En takk fyrir mig,” sagði hann í þakkarræðu sinni.
UMMÆLI