Japanski skíðastökkvarinn Ryoyu Kobayashi stökk í gær 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri sem er töluvert lengra en núgildandi heimsmet í skíðastökku. Alþjóðlega skíða-, og snjóbrettasambandið mun þó ekki taka stökkið gilt sem heimsmet.
Kobayashi ætlaði sér upphaflega að ná að stökkva 300 metra en lét 291 metra nægja eftir nokkur stökk í gær og í fyrradag. Stökkpallurinn var unninn af verkfræðistofunni Cowi á Akureyri í samstarfi við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull. Stökkið var hluti af auglýsingaherferð Red Bull
Sjá einnig: Heimsmetið féll í Hlíðarfjalli
„Stökk Ryoyu Kobayashi á Íslandi fór ekki fram við keppnisaðstæður í samræmi við FIS reglugerðir. Það sýnir aftur á móti ótrúlega frammistöðu íþróttamanns við mjög sérstakar aðstæður en ekki er hægt að líkja þeim við FIS-heimsmeistarakeppnina í skíðaflugi, þar sem bæði upphafsdagsetning og verkefnið í heild sinni er sérsniðið að einum íþróttamanni,“ segir á vefsíðu FIS.
Mynd: Red Bull
UMMÆLI