Sést hefur til eiginlegs höfrungs (Delphinus delphis) í hvalaskoðunarferðum Eldingar í Eyjafirði í gær og í dag. Dýrið var eitt á ferð í grennd við Akureyri.
Eiginlegir höfrungar (e. Short-beaked common dolphin) eru ein algengasta höfrungategund heims, en þeir eru hitabeltisdýr sem koma afar sjaldan svona langt norður. Er þetta einungis í annað skipti sem þessi tegund hefur sést í Eyjafirði svo vitað sé til, en samkvæmt hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu var fyrsta skiptið sumarið 2023.
Meðfylgjandi eru myndir af dýrinu sem teknar voru af starfsfólki Eldingar á milli klukkan 9 og 11 í gærmorgun.
UMMÆLI