Framsókn

Helga María ráðin forstöðumaður Fjármála og greiningar hjá Háskólanum á Akureyri

Helga María ráðin forstöðumaður Fjármála og greiningar hjá Háskólanum á Akureyri

Helga María Pétursdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður Fjármála og greiningar hjá Háskólanum á Akureyri. Helga hefur starfað fyrir HA síðan árið 2021 í hlutverki verkefnastjóra gagnagreiningar og fjárhags og hefur þar verið staðgengill forstöðumanns. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri.

Helga María starfaði áður hjá AFE- Eyþing- SSNE samstæðunni og þar áður vann hún í fimm ár samtals í fjármála- og velferðarráðuneytinu í Reykjavík. Helga er með BS gráðu í viðskiptafræði og MSc gráðu í hagfræði frá HÍ.

Helga er uppalin á Varmalandi í Borgarfirði, hún er gift Hlyni Ásgeirssyni og á þrjú börn. Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður mun færast í starf sérfræðings fjármálagreininga í hlutastarfi frá og með 1. maí þegar Helga María tekur við starfi forstöðumanns.

„Við bjóðum Helgu Maríu velkomna í hlutverk forstöðumanns sem hún þekkir býsna vel enda leyst af sem forstöðumaður í fjarveru Hörpu. Um leið þökkum við Hörpu fyrir vel unnin störf og hlökkum til að vinna með henni í nýju hlutverki,“ segir á vef HA.

Starf Verkefnastjóra gagnagreiningar og fjárhags verður auglýst innan skamms.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó