Framsókn

Katrín Björg nýr sér­fræðing­ur í kjara- og rétt­inda­mál­um hjá Visku

Katrín Björg nýr sér­fræðing­ur í kjara- og rétt­inda­mál­um hjá Visku

Katrín Björg Rík­arðsdótt­ir er nýr sér­fræðing­ur í kjara- og rétt­inda­mál­um hjá Visku – stétt­ar­fé­lagi, stærsta aðild­ar­fé­lagi BHM. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Visku.

Katrín var áður fram­kvæmda­stjóri Jafn­rétt­is­stofu en þar hóf hún störf árið 2017. Þar á und­an var hún aðstoðarmaður bæj­ar­stjóra á Ak­ur­eyri.

Katrín er með M.Ed.-gráðu í mennt­un­ar­fræðum með áherslu á kynja­jafn­rétti frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Hún er menntuð í upp­eld­is- og kennslu­fræðum frá sama skóla auk þess að vera með BA-gráðu í sagn­fræði frá Há­skóla Íslands. 

„Við erum af­skap­lega stolt af því að fá Katrínu til liðs við okk­ur. Með þess­ari ráðningu stíg­ur fé­lagið stórt skref í að byggja upp getu til að fara fram með leiðandi hætti í launa­mynd­un­ar­um­hverfi á op­in­ber­um vinnu­markaði. Það er gæðastimp­ill fyr­ir starf okk­ar og framtíðar­sýn að reynslu­mik­il mann­eskja eins og Katrín bæt­ist í hóp­inn. Reynsla henn­ar og þekk­ing verður ómet­an­leg í upp­bygg­ingu Visku sem öfl­ugs mál­svara og hags­muna­afls fyr­ir okk­ar fé­lags­fólk,“ er haft eft­ir Georg Brynj­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra Visku.

VG

UMMÆLI

Sambíó